Um okkur

Höfn fasteignasala. – Í öruggri höfn með þín fasteignaviðskipti.


Höfn fasteignasala var stofnuð með það að leiðarljósi að bjóða upp á hátt þjónustustig við sölu fasteigna og fyrirtækja. Að veita viðskiptavinum, jafnt seljendum sem kaupendum, vandaða þjónustu í öllu því ferli er snýr að fasteignaviðskiptum.

Fasteignaviðskipti snúast í flestum tilfellum um stærstu fjárhagslegu ákvarðanir sem fólk tekur á lífsleiðinni og því eru vönduð vinnubrögð í öllu söluferlinu mikilvægur þáttur í því að vel til takist í þessum viðskiptum. Allt frá skráningu eignar, myndatöku, sýninga á íbúð, eftirfylgni við kaupendur og til loka skjalafrágangs.

Þá skiptir rík þjónustulund og gott aðgengi að upplýsingum um allt ferlið alla aðila miklu máli.

Traust – Öryggi – Árangur.  Á þetta er lögð áhersla á hjá Höfn fasteignasölu.

Fasteignasala lýtur ströngum lagareglum og eru ríkar skyldur settar á aðila um vönduð og heiðarleg vinnubrögð. Skyldur fasteignasala eru víðtækar og koma skýrt fram í lögunum um allt er lýtur að þeirra störfum við sölu fasteigna. 

Mikilvægast fyrir seljendur er að huga að upplýsingaskyldu þeirra um allt það er varðar fasteignina sem skipt getur kaupendur máli.  Sjá  26. og 27.gr. laga um fasteignakaup 

Þá er skylda kaupenda  að kynna sér eignina vandlega áréttuð í skoðunarskyldu þeirra - 29.gr. laga um fasteignakaup

Lög um fasteignakaup -  https://www.althingi.is/lagas/149a/2002040.html

Til þess að vel takist til getur skipt miklu máli að velja sér réttan aðila til að sjá um sín fasteignaviðskipti.

Verið velkomin.

Höfn fasteignasala - Húsi verslunarinnar, 8.hæð, kringlunni 7, 103 Reykjavík. Sími 5681158 / 8228283

Ólafur G. Sveinbjörnsson löggiltur fasteignasali. Eigandi og ábyrgðaraðili.

Sími 8228283

[email protected]

 

Rekstraraðili : Höfn fasteignasala-Topphóll ehf. – kt. 551200-3610. Vsk nr. 73092.

Starfsmenn

Ólafur Gísli Sveinbjörnsson
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali – BA í Lögfræði
SJÁ NÁNAR